Thursday 6 December 2007

Fimtudagurinn 6.des

Í dag var tekið til örþrifa ráða, það tekið allur ServerStub-urinn og honum hent og byrjað uppá nýtt.
Held að það hafi komist lengra með hann í dag heldur en seinustu tvo daga.
Hrafn byrjaði að UnitTesta sinn kóða og kolli kláraði að testa sitt.
Franz komst ekki langt með testið því að það vantaði að klára playerCollection og squerCollection en hann var að útfæra tímabundna aðferð til þess að geyma player og squer þangað til hitt verður tilbúið svo að við getum haldið áfram.
Jónas var byrjaður að gera test á prison klasanum.

Andri,

Wednesday 5 December 2007

Miðvikudagurinn 5.des 2007

Þá heldur fjörið áfram...

Ég hélt áfram að gera serverStub en miðaði ekki allt of vel áfram var að lenda í leiðindar villum þarf að fá hann dabs með mér í lið og taka á þessu.
Hann Hrafn var ótrúlegur leikmaður hann kláraði hvern klasann á fætur öðrum og mér sýndist ég sjá koma reyk úr lyklaborðinu hans í enda dags.
Franz og Kolli héldu áfram að gera unitTest á þá hluta sem þeir voru að klára.
Jónas hélt áfram að útfæra klasa sem erfa squer klasann.
Kristjana er enn veik og vonum við að hún nái bata sem fyrst.

Andri,

Tuesday 4 December 2007

Vesen.....

Það var svolítið vesen í dag með erfðir voru ekki alveg að virka eins og við vildum en þetta kom á endanum. Kolli fór að gera unitTest ég hélt áfram að gera ServerStub.

Hrafn fór í að gera bankann og franz fórí að testa Board og squer klasann.

Svo kemur smá quote sem fanst passa við miða við gang dagsins.


"Computers are like Old Testament gods; lots of rules and no mercy."

Joseph Campbell


Andri,

Seinbúið blogg

Vika tvö.....


Við héldum áfram að vinna að okkar verkefnum ég fór með hrafni í að halda áfram að búa til ServerStub. Kolli mætti aftur eftir mikil veikindi og hófst handa við að klára street og Company klasann.
Kristjana hélt áfram að gera klasan property tax.
Jónas var að vinna í prison klasanum.
Franz var í að breita virkni í Board og squer klösunum til þess að keima stöðu leikmanna.
Svo var implimentað nýja Network interfacið.

En svo var fyrsti dagur í viku tvö lokið..

Andri,

Friday 30 November 2007

Dagur ........

Ég er hættur að nenna að telja þessa daga enn þessi dagur er liðinn...;)

Fyrri hlutinn af deginum hjá mér fór í að funda með öðrum hópstjórum. Aðal efni fundarinns voru interface og flæðið í kerfinu og mér fannst mjög jákvæðar niðurstöður koma úr þeim fundi.
Minn hópur fórum svo yfir klasa uppbyggingu í Mattador kefinu hjá okkur og voru gerðar breytingar á því einnig var farið yfir það sem var rætt á fundinum með hópstjórum. Við fengum svo heimsókn frá common hópnum og var farið yfir með VBS hópnum það sem hægt væri að samnýta þar úr báðum spilum.
En svo svona eins og vanalega ;) lentum við í smá veseni vegna þess að búið var að skipta um network interface en við náðum að yfirstíga það vandarmál eins og öll önnur :D

En ég held að þetta sé komið gott í dag....

Þangað til síðar Andri.

Thursday 29 November 2007

Dagur tvö

jæja þá er dagur tvö búinn......

Fyrri hlutinn af deginum fór í ransóknir á reglum leiksins og hafa sameiginlegan skilning á þeim :D
Þá komumst við að því að Franz er einn sá óheppnasti Matador spilari sem ég hef séð, þrátt fyrir að hafa farið all marga hringi í spilinu þá tókst honum aldrei að kaupa lóð svo að hann borgaði bara en lenti samt í öðrusæti???? Spurnig hvort að hann sé þá nokkuð svo óheppinn.
En eftir það var úthlutað verkefnum og fólk fór strax að kafa í verkefnin með miklum ákafa. Farið var á fund með common og verðbréfaspils hópnum og var sett saman hugmynd um hvernig Interfacinn eiga að vera og ættlum við að bera þetta undir dabs á morgun.
Við áttum í vandræðum með að hlaða dll-um í dag en vorum ekki alveg að átta okkur á hvað væri í gangi en var að komast að því eftir þó nokkuð vesen að það var búið að committa öðrum Utillities.dll file. En þetta er komið í lag núna og vonum að það fari eithvað meira að gerast á morgun ;)

The end.

Wednesday 28 November 2007

Fyrsti dagurinn

Jæja þá er fyrsti dagurinn liðinn.....

Það sem við gerðum var að fá þetta blessa project til þess að þýðast
og kjósa hópstjóra.
Ég, Andri var kosinn sem hópstjóri og kolli sem aðstoðar hópstjóri.
Í kvöld ætluðum við öll að fara yfir verkefnið og fá betri skilning á uppbyggingu þess.
Einnig pöntuðum við fund við þá sem eru með verðbréfaspilið og common hópin til þess að ákveða hvernig interface-in sem við þurfum að nota í sameiningu verða.

En ekki verður bloggið lengra í dag en höfum vonandi meira að segja eftir morgundaginn ;)

k.v Andri

p.s(Allar stafsetningarvillur í boði Andra)